Listamannaspjall í Svavarssafni á sunnudag kl.16

Bjarki Bragason myndlistarmaður leiðir gesti um sýninguna SAMTÍMIS

10. jún. 2021

Sýningin er samstarfsverkefni Svavarssafns og Listasafns ASÍ. Hún stendur frá 15. maí til 30. júní. Á sunnudaginn 13. júní mun Bjarki Bragason leiða gesti um safnið og eiga samtal um sýninguna. 

Næstkomandi sunnudag gefst Hornfirðingum og öllum okkar gestum færi á að heimsækja sýningu Bjarka Bragasonar í Svavarssafni og eiga samtal við listamanninn um verk sín. Sýning Bjarka hverfist um tvö tré frá tveimur ólíkum stöðum og frá tveimur ólíkum tímum í veraldarsögunni. Annað tréð er undan Breiðamerkurjökli og er talið vera frá árinu 797 en hitt tréð er frá Sierrra Nevada og er frá 1666. Sýningin fjallar um minni þessara tveggja planta og endurspeglar skörun þessa einstaklinga í tíma og tilvist. Á sýningunni er skúlptúrar og ljósmyndir sem Bjarki hefur unnið af viðkynnum sínum við trén. 

Við hvetjum alla áhugasama eindregið til að mæta og taka þátt í líflegum samræðum. Það er ókeypis inn að vanda og allir hjartanlega velkomnir!