Bókasendingar

18. mar. 2020

Kæru vinir.Vegna þeirra aðstæðna sem hafa skapast í samfélaginu vegna COVID-19 veirunnar hefur Menningarmiðstöð Hornafjarðar ákveðið að gæta ítrustu varúðar og nú býðst nú þeim sem eru í áhættu vegna smits af kórónuveirunni að fá bókasendinar heim.

 Viðkvæmir einstaklingar geta haft samband í síma 4708050 og pantað bækur, verða þær heimsendar á Höfn 1x í viku eða með pósti í sveitirnar. 

Gott væri að taka fram hverslags bækur einstaklingur hefur áhuga á að fá því ekki er hægt að ábyrgjast að einstaka bækur séu inni ef þannig liggur við þá verða sendar aðrar bækur í staðin. 

Framtak þetta er gert til að að sporna við einangrun viðkvæmra hópa í samfélaginu og verður haldi eins lengi úti og mögulegt er. Einnig verður bókasafninu haldið opnu eins lengi og mögulega hægt er en þar eru allar bækur þrifnar og sprittaðar við skil og yfirborð hreinsuð reglulega.

Að gefnu tilefni er vert að benda á Rafbókasafnið. Öll sem eru með gild kort eiga að geta nýtt sér það, mögulega þarf að virkja eiginleikann eða útbúa lykilorð - en það ættum við að geta gert í gegnum símann 4708050