Byggðasafn

Sögu byggðasafns Austur-Skaftafellssýslu má rekja allt til ársins 1964 þegar sýslunefnd kaus fimm manna nefnd til að vinna að undirbúningi safnsins. Byggðasafninu var svo valinn staður í Gömlubúð sem þá stóð við Sílavík. 

  • Byggðasafn

Árið 1980 opnaði sýning Byggðasafnsins í húsinu og var Gamlabúð miðstöð starfsemi Byggðasafnsins frá þeim tíma og allt til 2012.

Byggðasafni er ætlað að safna minjum sem lýsa mannlífi héraðsins, það er heimilishaldi, félagslífi, samgöngum og atvinnuháttum, jafnt til sjávar og sveita. Áhersla er lögð á skaftfellskt efni og þá þætti sem einkennt hafa þetta byggðarlag eða gert aðstæður þess frábrugðnar aðstæðum annarra byggðarlaga.

Starfsfólk Byggðasafns hefur umsjón með safnkosti náttúrugripasafns, en hlutverk Náttúrugripasafns er að safna gripum sem tengjast náttúru svæðisins. Einnig að vinna að náttúrurannsóknum og umhverfisvernd í samvinnu við náttúruverndarsamtök og stofnanir, skrá muni og náttúruminjar og halda til haga upplýsingum um þessi atriði. Náttúrugripasafni er ætlað að vernda minjar og ná fram heildstæðri mynd af náttúru svæðisins. Söfnunarflokkar eru lífríki, bergmyndanir og gróðurfar.

Byggðasafn og Náttúrugripasafnið starfa eftir stofnskrá Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar. Byggðasafnið hefur hlotið viðurkenningu Safnaráðs, og einnig starfar það með öðrum söfnum að Sarpi, þar sem hægt er að nálgastupplýsingar um safnkostinn.