Rannsóknarsvið

Megin hlutverk rannsóknarsviðs er skráning menningarminja á jörðum sveitarfélagsins, en sveitarfélagið Hornafjörður nær allt frá Núpsvötnum í vestri til Hvalness í austri. Tilgangur fornleifaskráningarinnar er að kynnast sögu nærumhverfisins, að byggja upp gagnagrunna fyrir sveitarfélagið auk þess sem að þetta er nauðsynleg forvinna vegna deiliskipulags Sveitarfélagsins.

  • Rannsóknir

Megin hlutverk rannsóknarsviðs er skráning menningarminja á jörðum sveitarfélagsins, en sveitarfélagið Hornafjörður nær allt frá Núpsvötnum í vestri til Hvalness í austri. Tilgangur fornleifaskráningarinnar er að kynnast sögu nærumhverfisins, að byggja upp gagnagrunna fyrir sveitarfélagið auk þess sem að þetta er nauðsynleg forvinna vegna deiliskipulags Sveitarfélagsins.

Skilgreiningin á menningarminjum er að menningarminjar teljast ummerki um sögu þjóðarinnar, svo sem fornminjar, menningar- og búsetulandslag, kirkjugripir og minningarmörk, hús og önnur mannvirki, skip og bátar, samgöngutæki, listmunir og nytjahlutir, svo og myndir ogaðrar heimildir um menningarsögu þjóðarinnar.

Til eru lög um menningarminjar sem eiga að tryggja eftir föngum varðveislu menningarminja í eigin umhverfi, auðvelda aðgang og kynni þjóðarinnar af menningarminjum og greiða fyrir rannsóknum á þeim. Samkvæmt þessum lögum teljast fornminjar annars vegar vera forngripir og hins vegar fornleifar. Fornleifar teljast hvers kyns mannvistarleifar, á landi, í jörðu, í jökli, sjó eða vatni, sem menn hafa gert eða mannverk eru á og eru 100 ára og eldri. Það er í starfi verkefnastjóra á rannsóknarsviði að fylgja eftir að þessum lögum sé framfylgt innan sveitarfélagsins.

Rannsóknarsviðið byggist að mestu á fornleifarannsóknum, sýningareiningum og skráningu menningarminja í Hornafirði. Unnið er bæði við heimildarvinnu, þar sem búsetuþróun í rituðum heimildum er skoðuð ásamt gömlum túnakortum og gömlum ljósmyndum, en einnig eru minjar uppmældar með GPS og skráðar samkvæmt staðli Minjastofnunar. Niðurstöður rannsókna eru svo settar fram í skýrslu sem skráð er bæði í gagnargrunn Menningarmiðstöðvarinnar og Minjastofnunar.