Konurnar á Kvískerjum

Heimildarritgerð um konurnar sem bjuggu á Kvískerjum á 20. öldinni

Kvískerjaheimilið varð þjóðþekkt á síðustu öld fyrir fræðistörf bræðranna sem þar bjuggu og gestristni heimilisfólksins sem tók á móti fjölmörgum er áttu leið um Breiðamerkursand eða bar að garði með öðrum hætti.

Í þessari samantekt ætla ég einkum að lýsa verkefnum kvennanna á Kvískerjum, móðurinnar Þrúðar Aradóttur (1883-1968) og dætranna Guðrúnar Bjönsdóttur eldri (1908-1991) og Guðrúnar Björnsdóttur yngri, sem kölluð var Rúna (1910-1999). Einnig kemur við sögu fósturdóttirin Finnbjörg Guðmundsdóttir (1941-2002) sem þrátt fyrir andlega fötlun komst til ótrúlegs þroska á heimilinu.

Sjá meira