Kakóhugleiðslu- kynning í Nýheimum

Föstudagsfyrirlestur þann 27. september

14. okt. 2019

María Viktoría kom og útskýrði hvernig nota má gott kakó til að láta sér líða betur. Hún sagði frá dvöl sinni í Gvatemala, fór stuttlega yfir sögu kakómenningar í suður Ameríku og söng lagið Komdu nær (Kakólagið).

Komdu nær - María Viktoría

Því næst leiddi hún gesti í hóphugleiðslu og gaf þeim kakó að drekka.