Pure Mobile vs Dolce Vita eftir Moniku Fryčovu

Föstudagshádegi

27. feb. 2020

Árið 2013 fór Monika Fryčová með saltfisk á pínulítilli vespu frá Seyðisfirði til Lissabon, með viðkomu í Afríku. Þar var fiskurinn verkaður og sýndur sem listaafrakstur þess anga ferðarinnar. Þá fór hún til Al jezur og sótti bestu sætu kartöflurnar sem héraðið býður upp á og flutti þær á vespunni en nú til Reykjavíkur hvar þær voru hafðar til sýnis, og bundu jafnframt endahnút á þann legg ferðarinnar.Ferðalagið var allt myndað og gerð um það heimildamynd - þó var margt sem vídeóvélin gat ekki fangað. Monika settist því niður og reit nokkurskonar ljóðræna dagbók ferðarinnar, sem er í senn vegabók í anda Kerouacs og myndlistarverk.Monika kynnir fyrir okkur þetta merkilega ferðalag og sýnir bókina. Og máski má jafnvel kaupa eintak.

https://eystrahorn.is/pure-mobile-vs-dolce-vita-eftir-moniku-frycova/?fbclid=IwAR2U2Ew7BPlvgmcK_qa86McKsNnGumQJrPxXP-GAuffv3o71qu4mvlcVnPc