Sumarlestur Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar
Miðvikudaginn 28. ágúst lauk sumarlestri Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og haldi var upp á það með hátíðlegum hætti á Bókasafni Austur-Skaftafellssýrslu. Var Svanborgu Rós Jónsdóttur veitt viðurkenning fyrir framúrskarandi dugnað í lestri árið 2019. Svo sannarlega má segja að Svanborg Rós sé einstaklega duglegur lestrahestur því í sumar hefur hún um 100 bækur og heldur hún ótrauð lestrinum áfram. Svanborg er vel að viðurkenningunni komin og óskum við henni innilega til hamingju með árangurinn.
Lestur er bestur.
Menningarmiðstöð Hornafjarðar
Eyrún Helga Ævarsdóttir.