Dark Knight Returns – The Golden Child eftir Frank Miller og Rafael Grampá
Bókagagg
Úr DK Rises og Returns seríunni kemur þessi undarlega og heillandi
saga. Aðalpersónurnar eru Lara og Jonathan Kent, börn Súpermanns og
Undrakonunnar, sem og Carrie Kelly sem hér hefur tekið yfir hlutverk
Batmanns.
Sögusviðið er sláandi nálægt samtímanum, gerist í mótmælahrinu miðri
þarsem þjóðin hefur klofnað í afstöðu sinni til áframhaldi lýðræðis í
heiminum. Forsetakandídatinn er merkilega líkur Donald Trump og á móti
honum fer Jókerinn sem er studdur af Darkseid, sem er nokkurskonar
alger holdgerfingur illskunnar. Þeir Jókerinn eru með sínar
stormsveitir á götunum tilað hafa áhrif á kjósendur en Batkonan
spreyjar þá með skyntruflandi efnum, sem áhugavert er að skoða sem
metafóru fyrir áróðurs- og and-upplýsingatogstreitu nútímans.
Textinn er magnaður og talar einsog áður segir beint til þessara
einstöku tíma sem við lifum.
Jonathan Kent: „There certainly are a lot of them. . Everywhere you look.“
Lara Kent: More than you can count. Humans breed like vermin. Just
like vermin. And everywhere they go, with everything they do – they
make a mess. .....
JK: „But see how they care for each other, Lara. See how hard they
work at keeping each other alive.“
Lara: „And for what? To breed more. To eat more. To stink everything
up more. It´s what they do, and it´s all they ever do......, See how
much time and how many resources these things waste – Just trying to
fix each other when they break down. And they break down all the time.
All they ever do is hurt each other and fix each other up. It keeps
them busy – because something has to keep them busy—because their
lives are pointless........,
Það er freistandi að skoða textann einvörðungu útfrá Nítsískri
ofurmenniskenningu; ss guðirnir að ræða endalaok mannkynsins en þá
leiðir textinn á þessa braut:
Lara: --Ask yourself—What do they do? They eat. They eat. And they
eat. They never. Stop. Eating. And between cooking all this food and
spicing all this food and expelling all this food of theirs that they
won´t stop eating – And burning up all their stupid fossil fuels in
their stupid internal combustion engines—They stink up their whole
stupid planet.“
Og fremst í hópi lýðræðissinnna sem berjast með Batkonu er unglingur í
regnslá, sem er sláandi lík Thunberg (unglingurinn og regnsláin)