• Fjotrar

Fjötrar eftir Sólveigu Pálsdóttur

Gaggað um bækur

20. des. 2019

Það má telja margt forvitnilegt í nýjasta krima Sólveigar Pálsdóttur
um Guðgeir og félaga hans í rannsóknarlögreglunni. Fyrst er að nefna
einkar hugmyndaríka aðkomu að mannshvörfum á Íslandi, það má þó ekki
tala mikið meir um það hér ef ekki skal plotti spilla. Í annan stað er
landsbyggðartenging – þó öllu öðruvísi en ritað var um daginn í
tilefni af bókinni um Stelpur sem ljúga. Aðallögreglumaðurinn hér,
Guðgeir, bjó áður á Höfn í Hornafirði – sem hefur kanski ekki
ýkjamikil áhrif á hans daglega líf – en opnar miklar víddir í
rannsókninni og tengist einni af skemmtilegri lokalausnunum.
Einnig má telja að ein stór persónan er svokallaður „lífstílsbloggari"
eða „áhrifaprangari" sem gerir að verkum að maður er áfram hálfur inní
hugarheimi Hansar Blævis öllum stundum. En það er nokkuð ljóst að
slíkir samfélagsmiðlasvipir eru komnir tilað vera í persónugalleríi
skáldsagnahöfunda, og þá sérstaklega sem vottar eða vitni í
glæpabókum.
Ritstíllinn er frekar fálátur og jafnvel kaldur, ekki farið í mikla
útúrdúra tilað bæta kjöti á persónur og atburði – en það kemur ekki að
sök og er líklega bara smekksatriði. Það mun ekki stöðva lesendur sem
á annað borð hafa hafið lestur.
Áhugaverð bók, áhugaverðar lausnir.