• Millisteins-og-sleggju

Milli steins og sleggju eftir Mariu Adolfsson

Bók vikunnar

28. sep. 2021


Það er kanski vanmat á kvenkyns atvinnumönnum eða þessar typpísku of miklu og strengri kröfur til þeirra gerðar en annarra, sem svo gjarna orð er haft á – en þessi lesandi heldur áfram að lesa Doggerlandseríuna útfrá því að um sé að ræða svona „bumbling lady detective“ genre á par við Brot, Karppi og fleiri. Og finnur ýmisslegt nýtt og skemmtilegt.

Ef það hefur ekki komið fram áður í ritrýni á reyfurum, þá er
klúðrandi kvenlögreglufléttan ekki til marks um að rithöfundurinn eða
lögreglumaðurinn sé óhæfur – heldur miklu frekar verið að vinna með
mannlegheit og raunverulegan realisma öfugt við hinn fullkomna
prófessjónal sem Todorov skrifaði meðal annars um. Hér er
hversdagslífi og lágkúrulegum meðalmennsku-áskorunum ekki bara kastað
inní fléttuna sem einhverskonar minniháttar kjöti inn í aðalfléttuna,
og sem hefur lítil sem engin áhrif – hér hefur óhjákvæmileg mennska
sögupersónanna jafnframt óhjákvæmilegar og allt að því gjöreyðandi
afleiðingar.

Vanhæfið, ef maður vill líta svo á, kemur þá fram í óljósum mörkum
milli aðal- og aukafléttna. Þetta er um leið það nýstárlegasta í
forminu og eykur spennu þegar vel er gert.
Í þriðju Doggerland er gengið alla leið með að tefla algerum
grundvallarfylgifiskum (svo hér) kvenlíkamans á móti prófessjónal lífi
konunnar – sem verður jafnframt mjög áhugaverð rýni í það hvað sé
aðal- og aukaflétta í lífi alvuru manneskju, ellegar konu.

En nú er illt að segja meira án þess að segja of mikið.

Sumsé, mæli með.