SÖGUR ÁN ORÐA

Sýning á myndverkum rithöfunda í bókasafni

Úr einkasafni Soffíu Auðar Birgisdóttur

Dr. Soffía Auður Birgisdóttir er einn okkar fremstu bókmenntafræðinga
og er órjúfanlegur hluti af íslensku menningarlífi. Hún er
sérfræðingur í Þórbergi Þórðarsyni og gegnir stöðu fræðimanns við
Rannsóknarsetur Háskóla á Höfn í Hornafirði. Soffía Auður
hefur helgað líf sitt bókmenntum og skilið eftir sig spor víða innan
ritlistar. Með markvissu og óeigingjörnu starfi í þágu bókmenningar
hefur henni hlotnast heldur óvenjulegur safnkostur en íslenskir
rithöfundar hafa gjarnan launað henni styrka handleiðslu með skapandi
hætti. Sýningin er lof til myndmáls.

Á sýningunni eru verk eftir :

Kristínu Ómarsdóttur
Vigdísi Grímsdóttur
Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur
Sjón
Ísbjörgu
Þórunni Jörlu Valdimarsdóttur
Hermann Stefánsson
Bjarna Bjarnason
Jón Karl Helgason
Hallgrímur Helgason (mynd í eigu Sæmundar Helgasonar)

Menningarmiðstöðin þakkar Soffíu Auði fyrir lánið á verkunum.

Sýningin opnaði 31. mars og stendur fram í maí.