• Yrsa-tholl
  • Bergrun-gunnar-2
  • Gunnar

Barnabókahöfundar heimsækja Höfn

Yrsa Þöll Gylfadóttir, Gunnar Theodór Eggertsson og Bergrún Íris Sævarsdóttir

MMH og Grunnskóli Hornafjarðar

28. og 29. nóvember fengu Hafnarbúar góða gesti að sunnan. Rithöfundarnir Yrsa Þöll Gylfadóttir, Gunnar Theodór Eggertsson og Bergrún Íris Sævarsdóttir komu með splunkunýjar bækur í farteskinu og lásu upp fyrir nemendur grunnskólans, bæði á grunn- og gagnfræðaskólastigi.  Lesturinn átti upphaflega að vera á bókasafninu en vegna sérstakra aðstæðna var hann fluttur í Sindrabæ og starfsfólk skólans sá að mestu um framkvæmdina. Húsráðendum færum við góðar þakkir fyrir skjót viðbrögð og gestrisni. 

Lesið var þrisvar og var húsfyllir hverju sinni.