Fjölþjóðlegar furðuverur á Hrekkjavöku
Mythical Creatures on Halloween
Laugardaginn 31.október, á Halloween, opnaði á bókasafninu sýningin Fjölþjóðlegar furðuverur á Hrekkjavöku. Um er ræða samstarfsverkefni MMH, fjölmenningarfulltrúa sveitarfélagsins og íbúa af erlendum uppruna. Fengnir voru sögumenn, íslenskir og útlendir, til að segja sögur af furðu- og yfirnáttúrulegum verum eða öflum í sinni menningu og heimalandi. Frásagnirnar voru ennfremur prentaðar á frummálinu og íslensku og hanga uppi á sýningavegg safnsins. Enska þýðingu mátti svo að finna í sýningaskrá. "Opnunin" fór þannig fram að nokkrir þátttakenda komu og lásu sitt framlag og Elín Ósk Óskarsdóttir las íslensku þýðingarnar jafnóðum. Þessu var streymt á Facebooksíðu MMH.
Sýningin stóð síðan fram að aðventu.
Hér má finna streymið af opnunardagskránni:
Fjölþjóðlegar furðuverur á Halloween