• IMG-1261
  • IMG-1263
  • IMG-1288
  • IMG-1280
  • IMG-1275
  • IMG-1266

Gola á bókasafninu

Bókasafns djass

Hljómsveitin Gola lék fyrir Hornfirðinga

Þann 25. júní var bókasafnið lagt undir tónleika. Djasskvartettinn Gola lék fyrir fullu húsi. 

Halldór Lárusson hefur stýrt hljómsveitinni síðan 2012 og hafa ýmsir hljóðfæraleikarar komið að verkefninu síðan. Að þessu sinni samanstóð, auk Halldórs, hljómsveitin af: 

Jóhanni Ásmundssyni, bassaleikara,  sem tónlistarunnendur þekkja helst úr Mezzoforte, en hefur leikið á ýmsum vettvangi og er einn af virtustu bassaleikurum Evrópu

Sigurgeir Sigmundssyni. gítar og lap steel-leikara. Hann lék m.a. fyrsta gítar á sólóplötu Bubba Morthens, Ísbjarnarblús og fjölda annarra hljómplatna og komið fram með helstu listamönnum þjóðarinnar. Sigurgeir hefur gefið út sólóplötu sem fékk framúrskarandi viðtökur.

Hauki Arnórssyni, píanóleikara sem stundar framhaldsnám við Tónlistarskóla Sandgerðis undir leiðsögn Eyþórs Gunnarssonar og er á leið í nám í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands. 

Halldór Lárusson, trommuleikari, hefur leikið með ýmsum bæði innan Íslands og utan, og má nefna Júpiters og MX21

Gola leikur blandað efni, allt frá þekktum jazz standördum til fönkskotnara efnis sem og heimstónlist ættaða frá Vestur Afríku.