Rithöfundakvöld 2020
Höfundar lesa upp úr nýútkomnum bókum
Kristín Svava Tómasdóttir, Sigurbjörg Þrastardóttir, Ófeigur Sigurðsson, Hildur Knútsdóttir, Erla Hulda Halldórsdóttir
Einvalalið hafði boðað komu sína til Hafnar þann 3. desember að lesa upp fyrir jólin 2020 en þá brá því við hert var snögglega á samkomureglum í því augnamiði að ná slíkum árangri að betur mætti slaka á í kringum jólahaldið sjálft. Það fór sem fór en öllum til happs var um að ræða hóp sem var þaulvanur að koma fram í gegnum streymi, og með góðri og skjótri aðstoð frá tæknimanni staðarins var sett upp streymi svo lesturinn mætti halda áætlun.
Þátttakendur voru:
Kristín Svava Tómasdóttir með bókina Hetjusögur
Sigurbjörg Þrastardóttir með bókina Mæður geimfara
Ófeigur Sigurðsson með bókina Váboðar
Hildur Knútsdóttir sagði frá og las úr Skóginum og Hingað og ekki lengra, samstarfsverkefni sínu með Þórdísi Gísladóttur
Bókavörður og streymisstjóri leiddu dagskrána.
Rithöfundakvöld 2020