• 4N9A0262
  • 4N9A0280
  • 4N9A0290
  • 4N9A0320
  • 4N9A0264
  • 4N9A0255
  • 4N9A0260

Rithöfundakvöld á Hafinu

Upplestrarkvöld með fjölmenningarlegu ívafi

Ewa Marcinek / Helen Cova / Elena Ilkova

Þann fjórða mars fékk MMH góða gesti frá Reykjavík og Þingeyri. Skáldin Ewa Marcinek, Helen Cova og Elena Ilkova hafa allar birt efni í fjöltyngda bókmenntatímaritinu Ós Pressan, en Ewa er ennfremur annar stofnandi þess. Helen Cova hefur gefið út barnabókina Snúlla finnst gott að vera einn og einnig Sjálfsát: að éta sjálfan sig. Elena Ilkova hefur auk Ós Pressunar birt efni í Tímariti máls og menningar og er með útgáfusamning fyrir fyrstu bók sína. Ewa Marcinek er höfundur leikverksins Polishing Iceland sem lengi var sýnt í Tjarnarbíó - og er ennfremur með útgáfu á næsta leiti.

Viðburðinum var ennfremur streymt og má finna á youtube rás Menningarmiðstöðvarinnar.

Upplestrakvöld

Stjórnandi lestrar var Soffía Auður Birgisdóttir
Viðburðurinn var unninn í samstarfi við Fjölmenningarfulltrúa sveitarfélagsins og Hafið og styrktur af SASS

Ljósmyndir tók Tim Junge