Sundlaugarpartí MMH 2021
Tónlist og ljósasýning í Sundlaug Hafnar
dj. flugvél og geimskip, Þorsteinn Sigurbergsson og fleiri
Sundlaugarpartí var haldið þann 17. janúar. Viðburður þessi var hugsaður út frá ýmsum uppákomum út um allt land sem byggja á sjónarspili í næturmyrkrinu, sbr. Vetrarhátíð í Reykjavík og Ljósanótt í Reykjanesbæ og sv frv.
Illt var að skipuleggja uppákomur á þessum út- og innmánuðum og var lengi von til að ekkert mætti gera nema að streyma - en svo hittist á að reglur rýmkuðust nóg til að halda mætti skemmtunina með lágmarks gestafjölda.
dj. flugvél og geimskip flutti mikið stuðprógram en einnig léku staðarlistamennirnir Subminimal og gímaldin.
Hér er streymi með aðeins broguðu hljóði en má sjá ljósadýrðina sem Þorsteinn Sigurbergsson útsetti og skipulagði:
Sundlaugarpartí MMH 2021
Myndir tók Tim Junge
Streymi gerði Skrýmir Árnason