• IMG_20230915_172617

Almar í tjaldinu

Mikið fjölmenni var á opnun sýningarinnar

5. okt. 2023

Föstudaginn þann 15. september opnaði sýning Almars Atlasonar, Almar í tjaldinu. Mikið fjölmenni var á opnun sýningarinnar.

Árið 1912 sigldi Ásgrímur Jónsson með skipi til Hornafjarðar og dvaldi þar einn mánuð í tjaldi upp á hól. Árinu áður hafði hann gist hjá Ara Hálfdánarsyni á Fagurhólsmýri og málað Öræfajökul og nágrenni. Þetta markar upphafið af sögu málverksins á Hornafirði. Í kjölfarið tóku ýmsir menn að mála verk og hafa fjölmargir frá Hornafirði markað djúp spor í sögu íslenska málverksins. Þar á meðal eru Jón Þorleifsson sem var ungur drengur þegar Ásgrímur kom og fylgdist með honum mála, en Jón varð síðar einn af stofendum Listamannaskálans (fyrsta sýningarrými alfarið tileinkuðu myndlist á Íslandi), fyrsti listgagnrýnandinn og einnig mjög vel metinn málari. Verk eftir Jón og aðra hornfirska málara, eins og t.d. Bjarna Guðmundsson, Höskuld Björnsson, Bjarna Henriksson, Rafn Eiríksson, Rut Rebekku Sigurjónsdóttur, Helgu Erlendsdóttur og Hlyn Pálmason má einnig sjá á sýningunni, og vitaskuld eftir Svavar Guðnason sem var helsti brautryðjandi abstraktmálverksins á Íslandi.

IMG_20230915_172617

IMG_20230915_172607

IMG_20230915_172552

IMG_20230915_172615

IMG_20230915_172549

Árið 2023 kom Almar Atlason keyrandi á Grand Cherokee jeppa á Höfn, dvaldi þar í einn mánuð í tjaldi upp á hól. Á leiðinni til baka stoppaði hann hjá Evu Bjarnadóttur á Fagurhólsmýri og málaði Öræfajökul og nágrenni. Þá voru liðin 111 ár síðan Hornafjörður var fyrst málaður með vatnslitum og olíu, og var gjörningurinn framinn til að minnast þess.