Alþjóðlegi safnadagurinn í Svavarssafni

Þema alþjóðlega safnadagsins 2021 er Framtíð safna: Uppbygging og nýjar áherslur.

27. maí 2021

Í tilefni alþjóðlega safnadagsins bauð Svavarssafn í samvinnu við Listasafn ASÍ upp á leiðsögn um nýopnða myndlistarsýningu Bjarka Bragasonar SAMTÍMIS og listasmiðjur fyrir grunnskólabörn í kjölfarið. 

Auður Mikaelsdóttir listfræðingur við Svavarssafn og Elísabet Gunnarsdóttir safnstjóri Listasafns ASÍ buðu nemendum úr Grunnskóla Hornafjarðar í heimsókn, fylgdu þeim um sýninguna og leiddu listasmiðjur þar sem fjallað var um tré og framtíðina. Áhugaverðar og líflegar umræður sköpuðust um viðfangsefnið og virkilega falleg pappírskort til notkunar í framtíðinni voru afköst listasmiðjunnar. Auður og Elísabet þakka frábærum krökkum, kennurum og foreldrum fyrir ánægjulega samveru í Svavarssafni!