• Mynd: Hákon Pálsson

Collaborative Contaminations í Svavarssafni

Dansgjörningur úr heimi vatns og ísa

8. maí 2023

Laugardaginn sjötta maí kom innsetningin og dansverkið Collaborative Contaminations á Höfn í boði Menningarmiðstöðvarinnar. Verkið er uppfullt af litadýrð sem varð til þegar ljós og skuggar dansa á vatnsyfirborði og speglast á veggjum safnsins. Í sjálfum gjörningnum kom dansarinn Rósa Ómarsdóttir fram, gáraði vatnið og litaði með náttúrulegum efnum, þannig að á köflum var það eins og jökull og á öðrum tímum eins og sjóðandi heitt hraun. Dulúðlegur reykurinn úr þurrísnum skapaði svo einstaka stemningu.

Rósa Ómarsdóttir lærði í dansskólanum P.A.R.T.S. í Belgíu og hefur sett um ýmsar sýningar og listaverk víða í Evrópu. Hún hefur einnig sett upp sýningar með Íslenska dansflokkinum og hlotið grímuna sem danshöfundur ársins. Henni til halds og trausts var sambýlismaður hennar, Hákon Pálsson, kvikmyndagerðarmaður.

Verkið var einstök upplifun fyrir alla sem komu.