Gjöf til Menningarmiðstöðvarinnar
Þann 11.11.2020 barst Menningarmiðstöðinni óvænt og falleg sending frá Ragnari Önundarsyni. Böggullinn inniheldur veglegt safn bréfa og skissa til afa Ragnars, Ragnars Ásgeirssonar (1895-1973), frá Höskuldi Björnssyni (1907-1963) listmálara frá Dilksnesi. Bréfin endurspegla þrönga stöðu Höskuldar sem listamanns og varpa ljósi á ómetanlegan stuðning, vinarþel og velgjörðir Ragnars í garð Höskulds. Menningarmiðstöðin tekur við rausnarlegri gjöf Ragnars af djúpu þakklæti. Verður safnið skráð og varðveitt í Héraðsskjalasafni Austur Skaftafellssýslu.