Harmljóð um hest-útgáfuteiti
Laugardaginn 15. júní verður útgáfuteiti á bókinni Harmljóð um hest.
Á morgun, laugardaginn 15. júní fer fram útgáfuhóf í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á bókinni Harmljóð um hest. Bókin inniheldur 80 ljósmyndir eftir Hlyn Pálmason sem sýna hestshræ brotna niður og samlagast jörðinni. Verkið er „sjónrænn sorgarsálmur, eins konar virðingarvottur til íslenska hestsins sem spilað hefur veigamikið hlutverk í mótun og sögu Íslands“, eins og ljósmyndarinn orðar það. Formálinn er skrifaður af Soffíu Auði Birgisdóttur en útgefandinn er bókaútgáfan Kind sem sérhæfir sig í fræði- og listabókum.
Stór hluti ljósmyndaseríunnar var til sýnis á samnefndri sýningu í Listasafni Svavars Guðnasonar sem opnaði 26.febrúar árið 2022. Starfsfólk menningarmiðstöðvarinnar óskar Hlyn Pálmasyni og Soffíu Auði innilega til hamingju með útgáfuna.
-Snæbjörn Brynjarsson