• IMG_6311

Heimtaug-Hiraeth

Laugardaginn tíunda ágúst opnaði sýning Eirúnar Sigurðardóttur Heimtaug-Hiraeth í Svavarssafni.

22. ágú. 2024

Í um þriggja ára skeið hefur Eirún Sigurðardóttir verið að undirbúa sýninguna sem nýverið opnaði í Svavarssafni ...

Í um þriggja ára skeið hefur Eirún Sigurðardóttir verið að undirbúa sýninguna sem nýverið opnaði í Svavarssafni. Um er að ræða þrjú stór útsaumsverk sem hvert fyrir sig hafa tekið marga mánuði og jafnvel ár að sauma, auk tónverks sem Eirún samdi með bróður sínum Teiti Magnússyni. Verkin þrjú nefnast Andar sem unnast, Gullauga og Af jörðu, og eru með ótal vísunum í fjölskyldusögu Eirúnar og Hornafjörð, en afi hennar Skarphéðinn var prestur í Bjarnanesprestakalli þar til hann lést í slysförum 1974. Var hann prestur í Bjarnanesjasókn frá árinu 1959 og bjó þar ásamt konu sinni, Sigurlaugu Guðjónsdóttur og börnum þeirra.

Á opnun flutti Teitur Magnússon tónverkið Gullauga og nokkur önnur lög, en hægt er að hlusta á tónverkið áfram í hljóðsturtu. Hljóðsturtan er fengin að láni frá Ásdísi Þulu Þorláksdóttur og listgalleríi hennar, Þulu, sem starfsfólk menningarmiðstöðvar er mjög þakklátt fyrir.

Að neðan má sjá nokkrar myndir af opnun.
IMG_6382IMG_6338IMG_6354IMG_6362