Hreint og öruggt Svavarssafn

Clean & safe

18. mar. 2021

Svavarssafn tekur þátt í átakinu Hreint og öruggt á vegum Ferðamálastofu. 

Verkefnið byggir á erlendri fyrirmynd og er ætlað að hjálpa ferðaþjónustuaðilum að taka á móti viðskiptavinum á ábyrgan hátt. Markmiðið er að gestir upplifi sig örugga um leið og þeir skapa góðar minningar. Verkefnið er sjálfsmat og byggir á trausti og vilja þátttakenda til þess að sýna ábyrgð í verki. Svavarssafn leggur ríka áherslu á öryggi gesta sé í fyrirrúmi og framfylgir gildandi sóttvarnarreglum. Þátttaka Svavarssafns í verkefninu er þannig liður í því að laða að gesti sem og að auka ánægjulega upplifun af heimsóknum í safnið.

Verkefnið hefur verið samþykkt af heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaganna og World Travel and Tourism Council.

Verið velkomin í Svavarssafn!