Hreyfing í föstum formum og litum
Sýning á abstraktverkum Svavars Guðnasonar opnaði á Humarhátíð
Listasafn Svavars Guðnasonar heitir eftir einum helsta frumkvöðli íslenska abstrakt-málverksins, en Svavar fæddist árið 1909 á Höfn í Hornafirði og varð bæði þekktur alþjóðlega og áhrifamikill innanlands. Yfir tvöhundruð verk eftir Svavar eru í eigu sveitarfélagsins og Svavarsafn heldur reglulega sýningar á verkum Svavars úr safnkostinum og stöku sinnum með lánsverkum. Að þessu sinni opnaði sýningin Hreyfing í föstum formum og litum á Humarhátíð. Sýningin sýnir vel verk Svavars á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar, og þróunina í geómetrískum abstraktverkum á þessum tíma. Þetta er líka þriðja sýningin sem heimspekingurinn Jón Proppé stýrir í safninu og með henni fylgir viðamikil sýningarskrá með glæsilegum myndum úr sýningarskránni.
Hér að neðan má sjá nokkrar af myndunum á sýningunni: