Hringfarar í Svavarssafni

7. des. 2021

HringfarafrettLaugardaginn 9. október síðastliðinn opnaði sýningin Hringfarar í Svavarssafni. Fjórir listamenn sýna á sýningunni, þau Guðjón Ketilsson, Elsa Dóróthea Gísladóttir, Sólveig Aðalsteinsdóttir og Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir.

HringfarafrettLaugardaginn 9. október síðastliðinn opnaði sýningin Hringfarar í Svavarssafni. Fjórir listamenn sýna á sýningunni, þau Guðjón Ketilsson, Elsa Dóróthea Gísladóttir, Sólveig Aðalsteinsdóttir og Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir. Öll eiga verk þeirra í sýningunni það sameiginlegt að nýta sér náttúruleg efnafræðileg ferli og skrásetja umbreytingar.

Guðjón hlaut íslensku myndlistarverðlaunin í fyrra, en hann vinnur gjarnan með fundna hluti og sögur liðinna atburða sem hann skrásetur og endurskipuleggur. Elsa fæst við hverfulleika, sjálfbærni og alkemíu hversdagsins þar sem tíminn er mikilvægt element. Verk Sólveigar kjarnast í kringum náttúruna, jarðefni, gróður, vöxt og umbreytingar, en hún ræktar sinn listræna garð í vinnustofu sinni í Kjósinni. Efnisviðurinn í verkum Guðrúnar heldur áfram að lifa og breytast vegna umhverfisáhrifa.

Sýningin stendur til 28. janúar.