Leiðsögn & Listamannaspjall

Litir augans

6. sep. 2021

Erla Þórarinsdóttir myndlistarmaður og Jón Proppé sýningarstjóri leiddu gesti um sýninguna Litir augans í Svavarssafni. 

Laugardagurinn 28. ágúst var líflegur í Svavarssafni en þá gafst safngestum tækifæri til þess að fá leiðsögn um yfirstandandi sýningu Litir augans auk þess Erla Þórarinsdóttir og Jón Proppé sköpuðu umræðuvettvang um verkin og sýninguna. Áhugasamir unnendur menningar og myndlistar létu sig ekki vanta og kann Svavarssafn þeim öllum bestu þakkir fyrir komuna og góðar og gefandi umræður.