Líf og fjör í Gömlubúð
Fyrsta sumarið eftir að Gamlubúð opnaði aftur hefur lífið í húsinu verið viðburðaríkt og líflegt. Gamlubúð hefur sannað gildi sitt sem menningarhús þar sem bæði heimamenn og gestir hafa notið fjölbreyttrar dagskrár og hlýlegs andrúmslofts.
Eftir
enduropnunina tók húsið fljótt að fyllast af lífi og í sumar var lifandi
tónlist alla miðvikudaga, þar sem hinir ýmsu tónlistarmenn Hornafjarðar komu
fram. Tónleikaserían varð fljótt fastur liður í menningarlífinu, þar sem fólk
gat gengið að því vísu að koma saman og upplifa lifandi tónlist með sínum
nánustu.
Gamlabúð er jafnframt mikið nýtt fyrir alls kyns fundi og kynningar. Fjölmargir
hópar, félagasamtök og fólk með ýmis verkefni nýta sér aðstöðu Gömlubúðar.
Aðstaðan er staður fyrir skapandi hugsun, samstarf og endurspeglar vel þann
tilgang sem lá að baki því að opna húsið aftur og halda úti þessari starfsemi.
Ferðamannasumarið í ár var afar líflegt. Yfir tólf þúsund gestir komu í
Gömlubúð á tímabilinu og margir þeirra nýttu sér upplýsingastöðina sem staðsett
er á annari hæð hússins. Þar feng ferðamenn upplýsingar um svæðið, fræðslu um
náttúru og sögu Hornafjarðar. Ráðleggingar um áhugaverða staði og gönguleiðir í
nágrenninu. Fjölmargir gestir lýstu yfir ánægju sinni með móttökurnar og þær
sýningar sem í boði eru. Þessi mikli fjöldi gesta endurspeglar bæði sterkt
ferðamannasumar og áhuga á svæðinu.
Sýningarnar Eldur, ís og mjúkur mosi og Íslandsmyndir eftir
Auguste Mayer hafa vakið mikla athygli meðal gesta. Þær hafa verið fastur liður
í húsinu frá opnun og notið góðs orðspors fyrir skemmtilega framsetningu og
tengingu við íslenska náttúru. Nú styttist þó í breytingar, því í næstu viku
verða þessar sýningar teknar niður til að rýma fyrir nýrri jólasýningu sem
opnar í aðdraganda hátíðanna.
Með þessum nýju viðburðum heldur Gömlubúð áfram að þróast sem lifandi
vettvangur fyrir list, menningu og samfélag. Sumarið markaði sterkan
upphafspunkt eftir enduropnunina og framtíð hússins lítur björtum augum fram á
veturinn.
