Lífið um borð
Lífið um borð - Ljósmyndasýning Héraðsskjalasafns Austur-Skaftafellssýslu
Mikligarður, Stúkusalur 7.6.2020 - 7.9.2020
Stefán Ólafsson vann að því verkefni að safna stafrænum afritum ljósmynda af bátum sem skráðir hafa verið á Hornafirði og er það safn nú varðveitt í ljósmyndasafni Héraðsskjalasafns Austur-Skaftafellssýslu. Verkefninu verður haldið áfram og er markmiðið að fá mynd af hverjum einasta báti sem hér hefur staldrað við í lengri eða skemmri tíma.
Sjómenn hafa verið fljótir að tileinka sér heimildaskráningu með því að ljósmynda lífið og starfið um borð. Í gegnum árin hefur sú iðja orðið auðveldari með betri og aðgengilegri ljósmyndatækni. Nú geta flestir sjómenn tekið myndir og deilt þeim jafn óðum í gegnum internetið. Það eru miklar heimildir fólgnar í ljósmyndunum sem sjómenn taka og á þessari sýningu fáum við að skoða lífið um borð í gegnum linsuna þeirra.
Bestu þakkir færum við öllum þeim sem hafa lánað ljósmyndir til afritunar.
Prentun ljósmynda: Brynjúlfur Brynjólfsson