Skál
Munur mánaðarins
Þessi skál er skráð sem: Leirskál, boruð og seymd.
En talað er um að búið sé að seyma leirtau, þegar boruð hafa hafa verið göt sitthvorumegin við brot og þrætt í gegnum þau með þræði, málmi eða öðru til þess að halda brotunum saman og áfram sé hægt að nýta hlutinn.
Þessi skál var gefin af Elíasi Jónssyni á Rauðabergi á Mýrum. Upphaflega er skálin úr búi Kristínar Erlendsdóttur, föðursystur Elíasar og afa hans, Erlends Pálssonar.