Nær og fjær

Sýning um mótunarár Svavars Guðnasonar á Íslandi og Danmörku

26. jún. 2023

356726792_634799418677911_1904314679417601719_n

„Ég var atvinnulaus. Ég var 25 ára – og hafði starfað allt mögulegt – sem fiskimaður, sem bókhaldari, við landbúnaðarstörf, og ég hafði ekið ölbíl í Reykjavík. – Það var slæmt öl.‟

Þannig lýsir Svavar Guðnason sjálfum sér nýkomnum til Kaupmannahafnar árið 1935 í samtali við Berlingske um þremur áratugum síðar. Í þessari sýningu er fjallað um tímabilið þegar Svavar var nýkominn út til Danmerkur og að kynna sér það helsta sem var að gerast í listheiminum rétt fyrir seinni heimsstyrjöld. Á sýningunni má sjá fjölmargar skissur, teikningar, vatnslitamyndir og olíumálverk, sem eru í ýmsum stílum frá því að vera rómantískt landslag yfir í að vera róttæk abstraktverk.

Sýningin opnaði 23. júní og stendur til 8. september. Fyrir neðan má sjá myndir af opnun.356780736_270331242349076_3853034610470528777_n356729773_716685393548887_6026018558798344458_n356726792_634799418677911_1904314679417601719_n356584301_1378705452691811_8096853799263451506_n355036236_657329989747019_5336568551985445519_n355070057_558209769854023_4875207306949037856_n

353858271_220553597023913_7070011965968750250_n