Nær og fjær
Sýning um mótunarár Svavars Guðnasonar á Íslandi og Danmörku
„Ég var atvinnulaus. Ég var 25 ára – og hafði starfað allt mögulegt – sem fiskimaður, sem bókhaldari, við landbúnaðarstörf, og ég hafði ekið ölbíl í Reykjavík. – Það var slæmt öl.‟
Þannig lýsir Svavar Guðnason sjálfum sér nýkomnum til Kaupmannahafnar árið 1935 í samtali við Berlingske um þremur áratugum síðar. Í þessari sýningu er fjallað um tímabilið þegar Svavar var nýkominn út til Danmerkur og að kynna sér það helsta sem var að gerast í listheiminum rétt fyrir seinni heimsstyrjöld. Á sýningunni má sjá fjölmargar skissur, teikningar, vatnslitamyndir og olíumálverk, sem eru í ýmsum stílum frá því að vera rómantískt landslag yfir í að vera róttæk abstraktverk.
Sýningin opnaði 23. júní og stendur til 8. september. Fyrir neðan má sjá myndir af opnun.