Ratleikur fyrir fjölskylduna

2. apr. 2020

Á nýjum upplýsingarspöldum sveitarfélagsins er margt fróðlegt að finna. Nú er búið að búa til ratleik og leynast svörin við leiknum á nýju spöldunum góðu. 

Ratleikurinn er hannaður af starfsfólki Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og er leikurinn ætlaður til að kynna sögu Hafnar. Á nýjum upplýsingarspöldum sveitarfélagsins er margt fróðlegt að finna og á þeim leynast svör við spurningunum sem koma fyrir á verkefnablöðunum. Þá rennur leikurinn á milli upplýsingaspjalda sem lesa þarf til að fá vísbendingar. 

 

Góða skemmtun.