Rithöfundakvöld Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar
Nú er komið að hinu geisi vinsæla rithöfundakvöldi Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar en viðburðurinn fer fram sunnudaginn 23.nóvember kl.20 í Nýheimum.
Rithöfundarnir sem heimsækja okkur í ár eru eftirfarandi:
- Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir kynnir barnabók sína Rækjuvík
- Gunnar Theódór Eggertsson kynnir ungmenna bók sína Álfareiðin
- Gísli Sverrir Árnason kynnir bók sína Saga Eymundar og Halldóru í Dilksnesi
- Joachim Schmit kynnir bók sína Ósmann- Lilja Sigurðardóttir kynnir spennusögu sína Alfa
Það þarf vart að taka fram að allar bækurnar verða fáanlegar til útláns á Bókasafni Hornafjarðar um leið og við fáum þær í hendur. Við hlökkum til að eiga góða kvöldstund með ykkur í Nýheimum sunnudaginn 23. nóvember n.k.
Viðburðurinn er styrktur af Uppbyggingarsjóði SASS
