Svavar Guðnason : Listamaðurinn í ljósi jökulsins

Fyrirlestur Jóns Proppé listheimspekings í Nýheimum sunnudaginn 29. ágúst

6. sep. 2021

Jón Proppé listheimspekingur hefur lengið fjallað um ævi og verk Svavars Guðnasonar og meðal annars sett upp yfirlitssýningu með verkum úr safneign Svavarssafns. 

Í fyrirlestrinum rakti Jón æviágrip og feril Svavars og fjallaði um lykilverk hans. Jón beindi sjónum sérstaklega að áhrifum frá uppvextinum í Hornafirði þar sem birtu- og litbrigði jökulsins höfðu ævarandi áhrif á hinn unga listamann. Svavar sem varð einn okkar áhrifamesti málari fékkst alla ævi við að skilja og fanga hið einstaka sjónarspil sem náttúran og jökullinn veittu honum í veganesti í málverkum sínum. 

Svavarssafn þakkar öllum sínum góðu gestum er sóttu fyrirlesturinn kærlega fyrir komuna og fyrir gagnlegar umræður er spunnust í kjölfar fyrirlestursins.