Svavarssafn hlýtur styrk úr Barnamenningarsjóði Íslands

Listasmiðjur Hringfara í Svavarssafni

2. jún. 2021

Föstudaginn 28. maí veitti Auður Mikaelsdóttir listfræðingur styrknum viðtöku fyrir hönd Svavarssafns við hátíðlega athöfn í Hörpu. 

Hlutverk Barnamenningarsjóðs er að fjármagna og styðja fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi. Svavarssafni er sýndur mikill heiður með rausnarlegum styrk og mun safnið standa fyrir metnaðarfullaum listasmiðjum fyrir börn í samvinnu við Hringfara í tengslum við myndlistarsýningu þeirra. 

Hringfara skipa fjórir myndlistarmenn; þau Elsa Dórótea Gísladóttir, Sólveig Aðalsteinsdóttir, Guðjón Ketilsson og Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir. Í vetur verða því spennandi listasmiðjur á vegum Svavarssafns og Hringfara fyrir hornfirsk börn og ungmenni. Við hvetjum alla áhugasama til að taka þátt og gefa sínum sköpunarkrafti lausan tauminn undir leiðsögn myndlistarmanna og kennara. 

Sjáumst í safninu okkar!