Svavarssafn kynnir nýtt hlaðvarp

Á alþjóðlega safnadaginn fór í loftið fyrsti hlaðvarpsþáttur Svavarssafns.

27. maí 2021

Þema alþjóðlega safnadagsins 2021 er Framtíð safna : Uppbygging og nýjar áherslur. Svavarssafn tekur skref til framtíðar í tengslum við hina alþjóðlegu hugmyndafræði með því að hleypa af stokkunum nýju hlaðavarpi fyrir safnið. Auður Mikaelsdóttir listfræðingur við Svavarssafn fær til sín góða gesti þar sem rætt verður um sýningar og starfsemi safnsins. 

Markmiðið með hlaðvarpinu er að miðla starfsemi Svavarssafns á aðgengilegan máta og færa safnið nær þeim sem ekki eiga heimangengt. Fjallað verður um sýningar listasafnsins og rætt við þá sem koma að starfseminni og sýningum í safninu.  Hugmyndin er að hafa hlaðvarpið á léttum nótum og að ná til flestra með fjölbreyttum efnistökum. Heyrumst í Svavarssafni!