Tækni

27. feb. 2020

Sýningin Tækni opnaði í febrúar í Gömlubúð 

Tækni

Tækni er vítt skilgreint hugtak sem notað er um getu lífveratil þerr að nýta sér unhverfi til framdráttar.

Mannkynið hefur nýtt sér vísindin til þess að búa til ýmiskonar verkfæri sem hafa breytt lífsskilyrðum á hverjum tíma.

Saga þróunar tækni er nátengd sögu þróunar mannsins. Með tækni er hugsanlega átt við hluti eins og tæki, vélar og verkfæri en það á einnig við um huglæga hluti svo sem kerfi, skipulag og aðferðir.

Í dag eru farsímar nýttir í hin ýmsu störf samfélagsins og eru orðnir öryggistæki margra.

Farsímar eru nýttir við björgunarstörf, við neyðarútköll, vinnu á sjó og á landi og til að halda uppi félagslegur tengslum. Mikið er rætt um slæm áhrif farsímanotkunar á einstaklinga en samt sem áður er síminn þarfa þing á hverju heimili. Nánast hver einstaklingur yfir 12 ára aldur getur sagst vera eingandi farsíma hér á landi. 

Þróun farsíma s.l. ár hefur verið ótrúleg og sést sú þróun vel á þessum tækjum sem til sýnis eru á sýningunni. Hafa þau  þróast hratt í tímans rás og hvert og eitt þeirra og tekið á sig aðrar og minni myndir. Í dag er öll þessi tækni í litlum símatækjum og aðgengileg með einni snertingu á farsíma.