Vatnslitanámskeið í Svavarssafni
Bjarki Bragason myndlistarmaður kenndi örnámskeið í Svavarssafni
Það voru áhugasamir og hressir krakkar frá Vinnuskóla Hornafjarðar sem tóku þátt í vatnslitanámskeiði í Svavarssafni í gær.
Bjarki Bragason myndlistarmaður tók á móti unga fólkinu og leiddi um einkasýningu sína SAMTÍMIS og kenndi þeim undirstöðuatriði við vatnslitamálun. Í kjölfarið fóru fúsir nemendur út í sólskinið að mála og afrakstur dagsins var ríkulegur en verkin hanga uppi til sýnis í bókasafninu í Nýheimum fram eftir vikunni. Verið velkomin að skoða!