Föstudagshádegi í Nýheimum

FAS og Leikfélag Hornafjarðar kynnir næsta leikverk sem þegar er farið í æfingu.

  • 8.2.2019, 12:30 - 13:00, Nýheimar

Samstarf FAS og LH hefur verið einstaklega gefandi og gott síðastliðinn áratug. Í þessu samstarfi hefur verið ráðist í að setja upp margar leikperlur leikbókmenntanna, söngleiki og gamanleiki.
Þetta samstarf leiddi til þess að í fyrra ákvað FAS að fara í umfangs miklar breytingar á lista og menningarkennslu skólans. Nú er boðið upp á nám í leiklist, skapandi tónlist, myndlist, kvikmyndagerð, tækniþjálfun, frumkvöðlafræði, ljósmyndun, hönnun og fatasaum. Er markmiðið að þessi fög styðji hvert annað og þjálfi nemendur í skapandi hugsun, skapandi aðferðarfræði og skapandi vinnu.
Er því áætlunin að nemendur FAS koma víða að uppsetningu leikverka í samvinnu við Leikfélagið á staðnum.