Listasmiðja í Svavarssafni
Á Humarhátíð verður listasmiðja í Svavarssafni að venju. Að þessu sinni er hún í tengslum við sumarsýninguna Orkuhreyfingin-
Svavar Guðnason, Hildur Steinþórsdóttir og Rúna Thors.
Krakkarnir vinna á safninu að sameiginlegu listaverki með blandaðari aðferð út frá hreyfingu sem verður í framhaldinu til sýnis í stóra glugganum á bókasafninu í sumar.
Smiðjan er frá kl 15:00 - 17:00 á laugardaginn 29. júní. Hægt er að koma við hvenær sem er á þessum tíma og taka þátt.
Við hvetjum krakka á öllum aldri til að líta við en mælst er til að yngstu börnin mæti í fylgd með fullorðnum sem aðstoða þau við listsköpun sína. Hanna Dís Whitehead, safnvörður leiðir smiðjuna.
Þáttaka er öllum að kostnaðarlausu.
Svavarssafnið er opið alla helgina 13:00-17:00.
Verið velkomin.
Engin aðgangseyrir.