Almar í tjaldinu

Gjörningur og sýning tileinkuð 111 ára sögu málverksins á Hornafirði

Árið 1912 sigldi Ásgrímur Jónsson með skipi til Hornafjarðar ...

Árið 1912 sigldi Ásgrímur Jónsson með skipi til Hornafjarðar og dvaldi þar einn mánuð í tjaldi upp á hól.

Árinu áður hafði hann gist hjá Ara Hálfdánarsyni á Fagurhólsmýri og málaði Öræfajökul og nágrenni.

Árið 2023 kom Almar Atlason keyrandi á Grand Cherokee jeppa á Höfn, dvaldi þar einn mánuð í tjaldi upp á hól.

Á leiðinni tilbaka stoppaði hann hjá Evu Bjarnadóttur á Fagurhólsmýri og málaði Öræfajökul og nágrenni.

Þá voru liðin meira en 111 ár síðan Hornafjörður var fyrst málaður með vatnslitum og olíu.