Harmljóð um hest

Lament for a horse

Einkasýning á ljósmyndum Hlyns Pálmasonar. Sýningarstjórn: Ástríður Magnúsdóttir.CoverPhoto-Harmljod-um-Hest

Sýningin samanstendur af ljósmyndum sem listamaðurinn Hlynur Pálmason tók yfir margra ára skeið, en Ástríður Magnúsdóttir er sýningarstjóri.

Laugardaginn 26. Febrúar opnaði Harmljóð um hest (Lament for a horse). Sýningin varpar sjónrænu og grafísku ljósi á rotnunarferli hests í síbreytilegri náttúru Íslands og er að sögn ljósmyndarans sjónrænn sorgarsálmur, eins konar virðingarvottur til íslenska hestsins sem spilað hefur veigamikið hlutverk í mótun og sögu Íslands. Listamaðurinn Hlynur hóf fyrir um fimm árum að ljósmynda líkamsleifar hests sem þurfti að urða og var í eigu föður hans. Í fyrstu var það form hestsins sem heillaði Hlyn þar sem gæðingurinn lá líflaus á jörðinni. Hann vildi fanga form hestsins, og ljósmynda ferlið þegar hesturinn hverfur náttúrulega í jörðu, á sama tíma og nýtt líf kviknar og ný landslagsmynd mótast. Hlynur vill með ljósmyndum sínum sýna okkur fegurðina í niðurbroti hestsins og skrásetja um leið hvernig tíminn líður og landið skiptir um lit.

Hlynur Pálmason lærði ljósmyndun og kvikmyndagerð í Evrópska Kvikmyndaskólanum og Den Danske Filmskole en býr á Höfn í Hornafirði. Hlynur hefur leikstýrt tveimur myndum í fullri lengd, Vetrarbræður og Hvítur, Hvítur, Dagur.

Sýningarstjóri er Ástríður Magnúsdóttir, listfræðingur. Hún hefur sýningarstýrt fyrir m.a. Listasafn Árnesinga og Hönnunarsafnið, og kennir við ljósmyndaskóla Íslands.

Sýningin stendur til 15. maí.CoverPhoto-Harmljod-um-Hest