Náin framtíð og Hestafeldur

Verið hjartanlega velkomin að vera við opnun sýninganna Náin Framtíð og Hestafeldur í Svavarssafni fimmtudaginn 20. september kl. 17:00.

Léttar veitingar í boði.

HESTAFELDUR

studio trippin / kristín karlsdóttir : valdís steinarsdóttir

https://studiotrippin.com/Horsehide-Project

Hrosshúðir eru vannýtt hráefni hérlendis, en þeim er oftast fargað eða þær sendar utan til frekari vinnslu. Hönnunarteymið Studio Trippin, sem samanstendur af Kristínu Karlsdóttur fatahönnuði og Valdísi Steinarsdóttur vöruhönnuði einsetti sér í ársbyrjun 2017 að rannsaka hvort hægt væri að nýta húðirnar. Sumarið 2017 hlutu þær styrk frá Nýsköpunarsjóði Námsmanna fyrir verkefnið Trippi: Tveir ótamdir hönnuðir kanna nýtingarmöguleika íslenskra hrosshúða og var verkefnið síðar tilnefnt til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands.l

NÁIN FRAMTÍÐ

ari jónsson : bjarmi fannar irmuson : kristín soffía þorsteinsdóttir : margrét arna vilhjálmsdóttir : ólöf sigþórsdóttir : steinn einar jónsson : stefán örn stefánsson : þórður jörundsson

http://intimatefutures.com

 

Í náinni framtíð er horft inná við og til hestsins. Í náinni framtíð er hesturinn kominn aftur til okkar, í seilingarfjarlægð. Hann er kominn aftur í líf okkar eins og gamall vinur. Það skiptir ekki máli hversu lengi þið hafið verið aðskilin, það er alltaf jafn auðvelt að koma aftur í faðm hans. Við höfum í raun aldrei verið aðskilin. Ryk dustað af samskiptum. Samskiptum sem byggjast ekki á orðum, textum heldur tilfinningum, trausti, innsæi, hreyfingum, snertingu. Leyfa líkamsmálinu að taka völdin, hvíla tunguna. Í heimi sem við hugsum of mikið og snertum, lyktum, smökkum of lítið. Þegar heimur okkar verður sífellt stafrænni þá þurfum við að huga að snertingu, hinu raunverulega. Í náinni framtíð mun hesturinn vera eitt af því sem veitir okkur þessa tengingu inn í raunveruleikann. Okkar akkeri í raunveruleikanum.