Opnun sýningarinnar Fuglar

Verið velkomin á sýningaropnun, miðvikudaginn 9. maí kl. 16, í fremri sal Svavarssafns.

Verið velkomin á sýningaropnun, miðvikudaginn 9. maí kl. 16, í fremri sal Svavarssafns.

Fuglar skipa sérstakan sess í huga þjóðarinnar, og þá sérstaklega á tímum vorboðanna þegar farfuglarnir koma um langan veg til að sinna kalli náttúrunnar í hinu bjarta norræna sumri.

Í tilefni þess að margir þeirra eru komnir í sýsluna dregur Svavarssafn fram úr safneign sinni fjölbreyttar fuglamyndir eftir listamennina Höskuld Björnsson (1907-1963), Sigurð Einarsson (1918-2007) og Þorstein Magnússon (1899-1976), og teflir þeim fram með fuglum úr náttúrugripasafni sýslunnar. 

Léttar veitingar verða í boði.