Blámi / Blueness

 NY_FlaaJk_Jan20_F-0070

Sýning Þorvarðar Árnasonar, Blámi / Blueness 

 

(English text below)

Þorvarður Árnason
Blámi / Blueness
18. febrúar - 15. maí 2023

Viðfangsefnið sýningarinnar eru jöklar og er hún kennd við (jökul)bláma – þennan sérstaka einkennislit skriðjökla að vetrarlagi. Höfundur hennar, Þorvarður Árnason, hefur um árabil ferðast um jökulheima Hornafjarðar, dvalið þar, notið ægi- og ævintýrafegurðar og leitast við að fanga litadýrð jökla og mikilfengleika þeirra með ljósmynda- og kvikmyndavélum.

Lýsa mætti sýningunni sem hreyfimynd sem opnast og breiðir úr sér í þrívíðu rými. Verkið byggir á hrynjandi á þremur plönum: samverkan mynda og rýmis, innri kyrrðar eða hreyfingar í myndunum sjálfum og svo framvindu og samspili efniviðarins í einstökum myndbrotum, á mismunandi sýningarflötum.

Sýningin hefur einnig ákveðnar fræðilegar hliðar; meðal annars hvernig blái liturinn tengist náttúrunni og ástríðu gagnvart henni í menningarsögulegu samhengi, hvernig sýningin tengist miðlun um loftslagsmál almennt, svo og róttæku, framvirku hlutverki safna og sýningarhalds í baráttunni við hamfararhlýnun.

Þorvarður Árnason nam kvikmyndagerð í Montréal í Kanada og hefur fengist við kvikmyndagerð og ljósmyndun um fjörutíu ára skeið, samhliða öðrum störfum. Hann hefur verið forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði frá árinu 2006 og gegnir jafnframt stöðu rannsóknadósents í umhverfishugvísindum. Loftslagsmál hafa verið vaxandi þáttur í starfi Þorvarðar á undanförnum árum, einkum þá söfnun og miðlun upplýsinga um bráðnun hornfirska jökla. Þar hefur Þorvarður aðallega notað sjónrænar aðferðir sem byggja á þekkingu hans á landslagsljósmyndun og kvikmyndagerð. Þorvarður hlaut Menningarverðlaun Hornafjarðar árið 2018 fyrir ljósmyndir sínar af Hornafirði.

Styrktaraðilar: SASS, Háskóli Íslands, Loftslagssjóður, Landsbankinn og Origo

Sýningarstjóri / Curator: Þóranna Dögg Björnsdóttir

Höfundur / Creator: Þorvarður Árnason

Hljóðinnsetning / Sound installation: Þóranna Dögg Björnsdóttir

(English)

Þorvarður Árnason
Blámi/Blueness
18. febrúar – 15 maí 2023

The subject of the exhibition is glaciers, and its name is derived from the unique blue colour characteristic of outlet glaciers during wintertime. Its creator, Þorvarður Árnason, has for many years travelled and dwelt within the glacier-filled landscape of Hornafjörður, enjoyed the sublime beauty of nature there, and striven to capture the colours of glaciers and their magnificence with photographs and films through the lens of his cameras.

The exhibition could be described as an animation that unfolds and expands into three-dimensional space. The work is based on the rhythm of three levels: the interaction of images and space, the inner stillness, or movement in the images themselves, and then finally the progression and interaction of the visual elements in individual images on the different surfaces of the exhibition.

The exhibition also has certain theoretical aspects; among those is how the blue colour is intimately connected to nature. As well as the passion for nature in a cultural-historic context. The exhibition is also connected to climate change communication issues in general, and the radical pro-active role of museums and exhibitions in the fight against catastrophic global warming.

Þorvarður Árnason studied filmmaking in Montréal, Canada, and has been engaged in filmmaking and photography for over forty years alongside other activities. He has been the director of the University of Iceland's Research Centre in Hornafjörður since 2006 and also holds the position of associate research professor in Environmental Humanities. Climate change has been a growing part of Þorvarður's work in recent years, especially the collection and dissemination of information about the downwasting of glaciers in Hornafjörður. For these purposes, Þorvarður has mainly used visual methods based on his knowledge of landscape photography and filmmaking. Þorvarður was awarded the Hornafjörður Cultural Award in 2018 for his photographs of Hornafjörður.

The exhibition has been made possible by SASS, The University of Iceland, Loftslagssjóður, Landsbakinn, and Origo

Sýningarstjóri / Curator: Þóranna Dögg Björnsdóttir

Höfundur / Creator: Þorvarður Árnason

Hljóðinnsetning / Sound installation: Þóranna Dögg Björnsdóttir

Blámi sýningarskrá: /media/allar-myndir/160223_Layout_Blami-598x400-v2.pdf